Salnum fylgir fyrsta flokks tækjabúnaður, góð lýsing og hljóðeinangrun. Hann er útbúinn allra nýjustu tækni fyrir fundi með þráðlausu neti, góðu hljóðkerfi, ræðupúlti, myndvarpa, skjá og stóru sjónvarpi. Laser penni, blöð og pennar eru einnig til staðar í fundarsalnum.
Salurinn er tilvalinn fyrir ýmiss konar viðburði, ss. fundi, kynningar, námskeiðahald og fyrirlestra.
Töluvert er af almennings bílastæðum í grennd við salinn, bæði bílastæðahús og bílastæði utandyra.
Hægt er að stilla salnum upp á marga vegu:
• Fundarborð fyrir 30 manns í sæti
• Skólastofa fyrir 40 manns í sæti
• U-borð fyrir 35 manns í sæti
• Bíóuppstilling fyrir 60 manns í sæti
• Standandi móttaka fyrir 75 manns
• Veislusalur fyrir 35 manns í sæti
• Ásgarður er 70 m2 að stærð
?
?Salurinn er staðsettur við veitingastaðinn Jörgensen Kitchen and Bar og er því stutt að sækja veitingar hvort sem um er að ræða léttar veitingar, hressingu, hádegisverð eða kvöldverð. Salurinn er einnig í grennd við heilsulindina Miðgarð spa og því hægt að tengja afslöppun við fundinn með viðkomu í heitu pottunum í Miðgarði spa. ??Sendið okkur fyrirspurn eða hafið samband í síma til að fá nánari upplýsingar um salinn og þær veitingar sem eru í boði.







