Að heimsækja Dillonshús á Árbæjarsafni er eins og að ferðast hundrað ár aftur í tímann. Húsið er allt uppgert samkvæmt hefðinni og myndar hlýlega umgjörð um minni fundi.
Aðstaðan skiptist í þjár mis stórar stofur og ris. Upp í risið er brattur stigi.
Í húsinu er eldhús til að elda og framreiða veitingar og á sumrin er þar starfrækt kaffihús.
Gestir geta notið þess að sitja í garðinum framan við húsið á góðviðrisdögum og ganga um safnasvæðið.
Umhverfið er nánast eins og að vera komin út í sveit, en vera samt sem áður miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Dillonshús hentar því vel fyrir góðan fund, opnanir menningarviðburði eða veislur á daginn.
Opið sept-maí 13:00 - 17:00
júní-ágúst 10:00 - 17:00
Verðskrá 2024
Dillonshús, heill dagur 69.530 kr
Dillonshús, hálfur dagur 44.370 kr
Kornhús, fundarsalur, heill dagur 69.530 kr
Kornhús, fundarsalur, hálfur dagur 44.370 kr
Lækjargata fundarsalur, heill dagur 69.530 kr
Lækjargata fundarsalur, hálfur dagur 44.370 kr
Árbæjarsafnskirkja, fyrir athafnir 35.980 kr
Leiðsögn á vegum starfsmanna Borgarsögusafns 1-1,5 klst
Leiðsögn á sýningarstöðum Borgarsögusafns á opnunartíma: 25.150 kr.
Sérsniðnar sögugöngur: 56.210 kr.












