Á Rauða Húsinu er að finna fjölda fundarherbergja og sala sem henta fyrir fámenna eða fjölmenna fundi og hvers kyns samkomur.
Húsið hentar vel fyrir árshátíðir, brúðkaupsveislur, fermingar, afmæli, erfidrykkjur og ýmislegt fleira.
Boðið er uppá fjölbreyttar veitingar og sérsníðum dagskrá fyrir hópa. Hafðu samband, fáðu ráðgjöf og tilboð í veisluna þína.
Í húsinu eru tveir salir á efri hæð sem rúmar allt að 150 gesti í sæti og 230 standandi gesti. Staðsetningin er einkar hentug fyrir fundi og ráðstefnur.
Kyrrlátt umhverfið er þægilega nálægt höfuðborgarsvæðinu og fjarri öllu amstri.
Salirnir henta því vel t.d. fyrir stefnumótunarfundi og námskeið þar sem mikilvægt er að geta unnið vel og fundað án utanaðkomandi áreitis.
Norðursalurinn Norðursalurinn er með fallegu útsýni yfir fjöllin og sjóinn. Þaðan er oft hægt að sjá t.d. Heklu og Eyjafjallajökul.
Salurinn rúmar allt að 90 manns í sæti á hringborðum eða 112 á langborðum; í kaffi, hádegismat eða kvöldmat.
Þá er aupvelt að búa till pláss fyrir plötusnúða, hljómsveit og skemmtikrafta.
Suðursalurinn er með frábæru útsýni yfir sjóinn.
Salurinn rúmar um 50 manns í sæti miðað við langborð. Bar og snyrting eru í suðursalnum og einnig á neðri hæðinni.
Rauða Hússins eru búið góðu Hljóðkerfi, skjávarpa, nettengingu, sýningartjaldi , flettitöflu, tússtöflu