Á Álftanesi er einstakur salur rétt við borgarmörkin. Umhverfið er mjög friðsælt og útsýnið út á hafflötinn er óviðjafnanlegt.
Salurinn rúmar um 70 manns til borðs og er fallega skreyttur munum sem tengjast hafinu og norðurslóðum.
Í salnum er hljóðkerfi fyrir dinnertónlist, píanó og falleg lýsing í loftum. Gott aðgengi er í salinn frá bílastæði
Boðið er uppá ljúffengar veitingar allt frá kaffiveitingu til gala-kvöldverðar allt eftir tilefni og óskum.
Salurinn hentar vel fyrir fermingarveislur, afmæli, brúðkaupsveislur og erfidrykkju. Einnig mjög góður fyrir þorrablót, jólahalaðborð og smærri árshátíðar.
Á staðnum er einnig boðið uppá gistingu og fallegum herbergjum fyrir þá sem þess óska.
©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.