Hlið

Einstakt umhverfi og fallegur salur við borgarmörkin

Einstakt umhverfi við sjóinn
Mjög hlýlegt og vinalegt hús
Frábærar veitingar á góðu verði
Gisting á staðnum ef óskað er
Örstutt frá Reykjavik
Magnað útsýni út á hafið
Hljóðkerfi fyrir dinnertónlist
Píanó í salnum
Þægilegir stólar og falleg lýsing


Nánari upplýsingar
Á Álftanesi er einstakur salur rétt við borgarmörkin. Umhverfið er mjög friðsælt og  útsýnið út á hafflötinn er óviðjafnanlegt.

Salurinn rúmar um 70 manns til borðs og er fallega skreyttur munum sem tengjast hafinu og norðurslóðum.

Í salnum er hljóðkerfi fyrir dinnertónlist, píanó og falleg lýsing í loftum. Gott aðgengi er í salinn frá bílastæði

Boðið er uppá ljúffengar veitingar allt frá kaffiveitingu til gala-kvöldverðar allt eftir tilefni og óskum.

Salurinn hentar vel fyrir fermingarveislur, afmæli, brúðkaupsveislur og erfidrykkju.  Einnig mjög góður fyrir þorrablót, jólahalaðborð og smærri árshátíðar.

Á staðnum er einnig boðið uppá gistingu og fallegum herbergjum fyrir þá sem þess óska.
©www.salir.is

Hlið
Hlidi 225 Álftanesi
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar