Salurinn er staðsettur á jarðhæð og hefur því mjög gott aðgengi. Aðgengi fyrir bíla er einnig góð í kringum salinn en finna má töluvert af almennings bílastæðum í bílastæðahúsum og bílastæðum utandyra í kringum salinn.
Litrík og skemmtileg húsgögn eru í salnum.
Stilla má salnum upp á marga vegu:
• Fundarborð fyrir 20 manns í sæti
• Skólastofa fyrir 24 manns í sæti
• U-borð fyrir 20 manns í sæti
• Bíóuppstilling fyrir 40 manns í sæti
• Standandi móttaka fyrir 50 manns
• Veislusalur fyrir 20 í sæti
• Ás er 40 m2 að stærð
Salurinn er einnig í grennd við heilsulindina Miðgarð spa og því hægt að tengja afslöppun við fundinn með viðkomu í heitu pottunum í Miðgarði spa. ??Sendið okkur fyrirspurn eða hafið samband í síma til að fá nánari upplýsingar um salinn og þær veitingar sem eru í boði.






