GKG salurinn

Falleg náttúra, flottur arkitektúr og góður aðbúnaður

Nýtt glæsilegt hús
Falleg verönd með borðum og stólum
150-200 manns til borðs
Gott hljóðkerfi, flatskjair, myndvarpi, píanó
2 rúmgóðir fundarsalir og smærri veislusalir
Gott aðgengi og næg bílastæði
Vönduð veisluþjónusta


Nánari upplýsingar

Veislusalurinn:

GKG salurinn er í nýju og stórglæsilegu húsi Golfklúbbs Garðabæjar, örstutt frá Vífilsstöðum.

Salurinn er bjartur og fallegur með stórum gluggum og fallegu útsýni. Framan við salinn er stór verönd með borðum og stólum fyrir þá sem vilja njóta veðurblíðunnar og ferska loftsins.  Inni skapa falleg eikargólf og flottar innréttingar  hlýja og góða stemningu.

Salurinn rúmar mjög vel 150 - 200 manns til borðs og hægt er að stilla salnum upp að óskum hvers og eins.

Í salnum er bar, fullkomið eldhús, gott hljóðkerfi og loftefni sem skapa góða hljóðvist.

Píanó er á staðnum fyrir þá sem vilja taka lagið og fullkomin stýring á ljósum og birtu.  Góðir flatskjáir og myndavarpi fyrir þá sem þess þurfa.

Mjög góð aðkoma er að húsinu bæði fyrir rútur og einkabíla með nægum bílastæðum.

Boðið er uppá vandaða veisluþjónustu, hlaðborð, smárétti, steikur og sjávarrétti allt eftir þínum óskum.


Fundarsalir

Tveir  fundarsalir eru í húsinu, annar rúmar um 30 manns til borðs og hinn 15 manns.

Setið er við langborð (stjórnarborð) með góða flatskjái á veggjum, þráðlausri nettengingu og þægilegri lýsingu.

Kaffiveitingar, léttur hádegisverður og góður kvöldverður fyrir þá sem þess óska.

Vinsamlega sendið okkur fyrirspurn varðandi bókanir og nánari upplýsingar.

GKG salurinn
Vífilsstaðavegi 210 Garðabær
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar