Hótel Örk er fyrsta flokks hótel þar sem er að finna öll þau þægindi og þjónustu sem vænta má af fyrsta flokks hóteli.
Starfsfólk Hótels Arkar er ávallt reiðubúið til þess að aðstoða þig við að skipuleggja og undirbúa hvers kyns viðburði. Hvort sem um er að ræða fundi, ráðstefnur, fermingarveislur, brúðkaup, árshátíðir eða önnur einkasamkvæmi, þá gerum við allt til þess að tilefnið verði í senn ánægjulegt og eftirminnilegt.
Á Hótel Örk eru 157 herbergi; annarsvegar standard herbergi og hins vegar superior sem eru stærri og með sófa, stóla og borð aukalega.
Tvenns konar hópamatseðlar eru í boði, bæði standard og deluxe, einnig er boðið upp á nestispakka fyrir hópa.
Hvort sem er fyrir fólk í viðskiptaerindum, ráðstefnugesti, árshátíðargesti eða ferðamenn þá er Hótel Örk rétti kosturinn.