Ljósafossskóli er staðsettur við Þingvallaveg í 70 km fjarlægð frá Reykjavík og í 20 km fjarlægð frá Selfossi.
Frá
árinu 2014 hefur Ljósafossskóli verið starfræktur sem gistiheimili. Á
gistiheimilinu eru 20 herbergi sem rúma allt að 50 gesti, fallegur,
bjartur salur, fullbúið eldhús, íþróttasalur, tjaldstæði og einbýlishús
sem leigt er út fyrir 5-7 gesti.
Salurinn tekur allt að 70
manns í sæti og hentar mjög vel fyrir veislur, ættarmót, ráðstefnur eða
fundi. Salurinn er leigður út án veitinga. Dúkar fylgja ekki með en
stærðin á einu borði er 75cm x 125cm.
Íþróttasalurinn hefur
verið mjög vinsæll hjá börnum á öllum aldri og einstaklega heppilegur
þegar veislur eru haldnar og fullorðna fólkið vill ræða saman í ró og
næði.
Íþróttasalurinn er einnig leigður út sér fyrir þá sem vilja hittast til að keppa eða bregða á leik.