Veislusalir Áskirkju

Fallegir salir við Laugardalinn - leigjast með eða án veitinga

Tveir bjartir og rúmgóðir salir
Efri salurinn tekur 160 manns í sæti
Neðri salurinn tekur 80 manns í sæti
Gott móttökueldhús
Dúkaleiga á staðnum
Salir sem henta vel fyrir aðkeypta veisluþjónustu


Nánari upplýsingar
Tveir mjög glæsilegir og bjartir safnaðarsalir eru í Áskirkju.  Sá stærri er á efri hæðinni og tekur fulldekkaður um 160 manns í sæti. 

Hinn salurinn er á neðri hæð kirkjunnar og tekur fulldekkaður 80 manns.

Aðgengi að neðri salnum er um sérinngang á neðri hæð.  Úr neðri salnum er fallegt útsýni yfir Laugardal. 

Báðir salirnir eru með góðu móttökueldhúsi. 

Salirnir henta vel fyrir fundi, erfidrykkjur, brúðkaups-, skírnar-, fermingar- og afmælisveislur. 

Áskirkja leigir hnífapör, matar- og kaffistell með sölunum sem henta báðir mjög vel fyrir aðkeypta veisluþjónustu. 

Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í efri salinn.

Nánari upplýsingar um útleigu gefa kirkjuverðir í síma 588 8870.

Símanúmer er birt hér að neðan eða með því að senda fyrirspurn með fyrirspurnarglugga hér til hliðar.

Umsjónarkona kirkjunnar í veislum er Petrea Ómarsdóttir.  Hún annast dúkaleigu og fleira fyrir hönd kirkjunnar og almenna veisluþjónustu sé þess óskað. Hún aðstoðar í sal og eldhúsi og dekkar borð.  Petrea er í síma 891 8165.

Veislusalir Áskirkju
Vesturbrún 30 104 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar