Hernámssetrið á Hlöðum er rólegur og fallegur staður við norðanverðan Hvalfjörð, um 45 mín akstur frá Reykjavík og 20 mín akstur frá Akranesi.
Hvataferðir
Það stoðar lítt að ná til þeirra sem eru með hugann víðs fjarri. Komdu með fundinn eða námskeiðið á Hlaðir og hópurinn þinn slakar mun betur á og þú nærð miklu betur til hans. Í hádegisverðarhlé eru bornar fram léttar veitingar og eftir rjúkandi kaffibolla og ferskan andvara fjarðarins eru allir klárir til að halda áfram.
Tölvutengd tússtafla, þráðlaust net, skjávarpi, stórt svið og hljóðkerfi. Hvort sem þú þarft að ljúka stefnumótun, áætlanagerð eða hugmyndavinnu. Hlaðir eru staðurinn. Skemmtun, fræðsla og efling liðsheildar. Hvataferðir að Hlöðum njóta sívaxandi vinsælda og henta vel fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Við leggjum mikla áherslu á fræðandi, fjölbreytta og skemmtilega dagskrá, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ferðunum er ætlað að auka þekkingu, skemmta starfsfólki og hrista það saman í afslöppuðu og skemmtilegu andrúmslofti.
Notaðu tækifærið og komdu fólkinu þínu á óvart með frábærri hvataferð og náðu þannig settu marki.
Athugið að salurinn er ekki lengur leigður í einkasamkvæmi