Ekki lengur í útleigu
Hernámssetrið að Hlöðum er rólegur og fallegur staður við norðanverðan Hvalfjörð, um 45 mín akstur er frá Reykjavík og 20 mín akstur frá Akranesi. ??
Boðið er uppá glæsilegan fjölnota veislusal sem tekur allt að 90 manns. Salurinn er með rúmgóður með mikla lofthæð og góðu sviði. ??
Í salnum er gott hljóðkerfi, og ljósabúnaður sem hentar fyrir sviðsframkomu, hvort sem er fyrir hljómsveitir, ræðuhöld eða sýningar. Diskókúla fyrir dansinn og píanó fyrir dinnertónlist og söng.? ?
Salurinn hentar því mjög vel fyrir árshátíðir, veislur, bekkjamót, ættarmót, fyrirtækjadaga, ráðstefnur, tónlistarviðburði. ??
Boðið er uppá vandaða veisluþjónustu með fjölbreyttum matseðili, allt eftir óskum og tilefni.??
Góður bar er í húsinu og gott aðgengi.??
Afþreying?
Að Hlöðum er hægt að finna sér margt til afþreyingar. Hernámssetrið er einstaklega áhugavert safn muna og fróðleiks frá stríðsárunm á Íslandi.
Boðið er uppá fyrirlestra um hernámsárin.??Góð útisundlaug er að Hlöðum, tjaldstæði og mikið og gott útipláss fyrir leiki, hópefli og skemmtun.