Fjörukráin Veitingastaður

Notalegur veitingastaður í hjarta Hafnarfjarðar

Nánari upplýsingar
Fjaran/Valhöll er opin fyrir matargesti alla daga frá kl. 18:00. Einnig opnum við fyrir hópa í hádeginu.

Húsið er byggt 1841 og er næstelsta hús Hafnarfjarðar og tekur um 36 manns í sæti á neðri hæð, þar er einnig kominn notalegur hornsófi og hátt borð með stólum.

Uppi er vinaleg setustofa og hlýlegt herbergi þar innaf með sæti fyrir 18 matargesti.

Hægt er að hafa innangengt af báðum hæðum yfir í Fjörugarðinn og því geta gestir Fjörunnar/Valhallar, notið alls þess sem Fjörugarðurinn hefur uppá að bjóða eða haft afgirt og verið útaf fyrir sig.

Fjaran/Valhöll er glæsilegur veitingastaður þar sem innréttingar og húsgögn eru gerð úr hundrað ára gömlum neftóbaks- og víntunnum.

Veggirnir á neðri hæðinni eru skreyttir með málverkum af Hafnarfirði og af veisluborði goðanna, beint á veggina af listamönnunum Lukas Gucio Gordon og Elísu Ósk Viðarsdóttur.

Notalegur og öðruvísi veitingastaður sem vert er að heimsækja aftur og aftur.


Fjörukráin Veitingastaður
Strandgata 55 220 Hafnarfjörður
Sími: Birta símanúmer
[veffang]

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar