Freyjuhof er einstaklega glæsilegur og notalegur veislusalur. Mjög hátt er til lofts og veggir og innviðir skreyttir útskurði og fallegum munum. Glæsilegur bar er í salnum fagurlega skorinn út.
Kerti og lýsing mynda afar hlýlega stemningu.
Salurinn tekur um 66 manns til borðs, en einnig er hægt að hafa hann sem hluta af veislu á allri efri hæð staðarins og rúmar þá samtals um 186 manns til borðs.
Boðið er uppá fjölbreyttan hópmatseðil, jólahlaðborð, þorrablót allt eftir tilefni.
Salurinn hentar mjög vel í árshátíðar, brúðkaupsveislur, afmæli, jólahlaðborð, þorrablót.
Einnig hefur salurinn verið vinsæll hjá fyrirtækjum og ferðaþjónustuaðilum.
Salurinn er aðeins boðinn með veitingum.