Veislu- og fundarsalur Garðyrkjufélags Íslands er rúmgóður og bjartur salur sem tekur rúmlega 120 manns til borðs og 160-180 manns í standandi veislur.
Salurinn er búin hljóðkerfi fyrir tal og tónlist, sem og skjávarpa og sýningartjaldi.
Salurinn er á jarðhæð og er aðgengi fyrir alla í salinn mjög gott. Að baka til er hægt að koma með aðföng sem hægt er að undirbúa og framreiða frá eldhúsi.
Salurinn er góður fyrir veislur og mannfagnaði eins og fermingarveislur, brúðkaup, afmæli, erfidrykkju.
Einnig hentar salurinn sérstaklega vel fyrir fundi, kennslu og fyrirlestra.