Hvalasýningin veislusalur - Granda

Spennandi umhverfi, lýsing og hljóð - einstakur veislusalur

Rúmgóður og spennandi veislusalur
Fulkomin stýring á ljósum
Gott hljóðkerfi
Bar í salnum
Stórt rými með sér inngang fyrir aðföng
Móttaka og fatahengi við inngang
Staðsett á Granda nálægt Reykjavíkurhöfn
Skemmtileg upplifun í spenndi umhverfi


Nánari upplýsingar
Hvalasýningin út á Granda býður uppá einstaka aðstöðu fyrir veislur, móttökur og fjölbreytta viðburði. 

Mikil lofthæð og rúmgott gólfpláss er í salnum sem býður uppá fjölda möguleika við uppsettningu viðburða. 

Í loftinu hanga líkön af hvölum í raunstærð og með fullkominni stýringu á ljósum og hljóðkerfi er sköpuð stemning líkt og gestir væru staddir í undirdjúpum. 

Sýningin myndar því sérstaklega spennandi umgjörð fyrir móttökur og veislur. 

Í salnum er hægt að bera fram vínveitingar af bar. 

Mjög rúmgott og snyrtilegt bakrými er í salnum þar sem hægt er að taka á móti aðföngum um sér inngang. Þar er einnig hægt að undirbúa veisluföng áður en þau eru borinn fram í salinn.

Hvalasýningin veislusalur - Granda
Fiskislóð 23-25 101 Reykjavik
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar