Hvalasýningin út á Granda býður uppá einstaka aðstöðu fyrir veislur, móttökur og fjölbreytta viðburði.
Mikil lofthæð og rúmgott gólfpláss er í salnum sem býður uppá fjölda möguleika við uppsettningu viðburða.
Í loftinu hanga líkön af hvölum í raunstærð og með fullkominni stýringu á ljósum og hljóðkerfi er sköpuð stemning líkt og gestir væru staddir í undirdjúpum.
Sýningin myndar því sérstaklega spennandi umgjörð fyrir móttökur og veislur.
Í salnum er hægt að bera fram vínveitingar af bar.
Mjög rúmgott og snyrtilegt bakrými er í salnum þar sem hægt er að taka á móti aðföngum um sér inngang. Þar er einnig hægt að undirbúa veisluföng áður en þau eru borinn fram í salinn.