Félagsheimilið hefur verið vinsæll staður fyrir ættarmót, brúðkaup og aðra viðburði en í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í sæti.
Öðru megin salarins er svið en hinumegin minni salur og rúmgott eldhús. Á efri hæð er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum.
Mjög góð aðstaða er fyrir hverskyns veislur og viðburði.
Á staðnum er gott tjaldtæði og sundlaug.
Einnig er mögulegt að útvega svefnpokagistingu fyrir þá sem það vilja.