Vonarsalur - án veitinga

Glæsilegur fjölnota salur á góðu verði

Rúmgóður salur með mikilli lofthæð
Gott anddyri með fatahengi og kaffiteríu
Hljóðkerfi og þráðlaus hljóðnemi
Myndbúnaður, skjávarpi og sýningartjald
Svið
Vel búið móttökueldhús
Salurinn leigist með eða án veitinga
ATH! notkun áfengis er ekki leyfð í salnum


Nánari upplýsingar
Vonarsalurinn er glæsilegar salur með mikilli lofthæð. Salurinn er búin góðu hljómkerfi fyrir tal og tónlist, myndvarpa og stóru sýningartjaldi.

ATH! notkun áfengis er ekki leyfð í salnum

Framan við salinn er anddyri með fatahengi og kaffiteríu. Aðgengi frá bílastæði er gott.

Salurinn hentar vel fyrir fundi, tónleikahald, veislur og viðburði.

Salurinn tekur u.þ.b. 130 manns í sæti á fundum og 100 sæti við borð í veislum. 

Salnum fylgja 130 stólar og 24 borð og innifalið í leiguverði til fundahalda er: ræðupúlt, þráðlaus hljóðnemi, hljóðkerfi, skjávarpi, sýningatjald, þráðlaus nettenging, DVD spilari og ljósakerfi. 

Salurinn er einnig leigður til veisluhalda ásamt umsjónarmanni.

Þá fylgir honum  allt það sama og til fundahalda ásamt aðgangur að eldhúsi, borðum, bollum, kaffikönnum, diskum og borðbúnaði. Í eldhúsinu er blástursofn, örbylgjuofn, eldavél og kæliskápur. Umsjónarmaður aðstoðar við að stóla upp salinn og passa uppá búnað hússins.

Aðstaða er fyrir hlaðboð í rými fyrir framan kaffiteríu. Dúkar, skraut og servéttur útvegist af leigutaka.  Flygill er í salnum, Bosendorf konsertflygill, hann er ekki innifalinn í salarleigunni og er allur umgangur um flygilinn bannaður nema með sérstöku leyfi. Hann er leigður sérstaklega. 

Hægt er að fá kaffi eða te einnig meðlæti sé þess óskað.  Hádegisverður er einnig í boði fyrir fundi eða tónleika.

©www.salir.is

Vonarsalur - án veitinga
Efstaleiti 7 103 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer
[veffang]

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar