ATH! notkun áfengis er ekki leyfð í salnum
Framan við salinn er anddyri með fatahengi og kaffiteríu. Aðgengi frá bílastæði er gott.
Salurinn hentar vel fyrir fundi, tónleikahald, veislur og viðburði.
Salurinn tekur u.þ.b. 130 manns í sæti á fundum og 100 sæti við borð í veislum.
Salnum fylgja 130 stólar og 24 borð og innifalið í leiguverði til fundahalda er: ræðupúlt, þráðlaus hljóðnemi, hljóðkerfi, skjávarpi, sýningatjald, þráðlaus nettenging, DVD spilari og ljósakerfi.
Salurinn er einnig leigður til veisluhalda ásamt umsjónarmanni.
Þá fylgir honum allt það sama og til fundahalda ásamt aðgangur að eldhúsi, borðum, bollum, kaffikönnum, diskum og borðbúnaði. Í eldhúsinu er blástursofn, örbylgjuofn, eldavél og kæliskápur. Umsjónarmaður aðstoðar við að stóla upp salinn og passa uppá búnað hússins.
Aðstaða er fyrir hlaðboð í rými fyrir framan kaffiteríu. Dúkar, skraut og servéttur útvegist af leigutaka. Flygill er í salnum, Bosendorf konsertflygill, hann er ekki innifalinn í salarleigunni og er allur umgangur um flygilinn bannaður nema með sérstöku leyfi. Hann er leigður sérstaklega.
Hægt er að fá kaffi eða te einnig meðlæti sé þess óskað. Hádegisverður er einnig í boði fyrir fundi eða tónleika.
©www.salir.is