Safnaðarsalur Breiðholtskirkju er rúmgóður og bjartur salur við Mjóddina í Breiðholti.
Salurinn er á neðrihæð Breiðholtkirkju en gengið er inní salinn með
sérinngangi beinnt frá bílastæði og verönd að aftanverðri kirkjunni.
Nóg er af borðum og stólum í salnum sem mögulegt er að raða upp á mismunandi hátt, allt eftir gestafjölda og tilefni.
Einnig er hægt er að stúka af hluta af salnum sem minni fundaraðstöðu eða vinnuaðstöðu, eða sem barnahorn.
Salurinn er með mjög góðu móttökueldhúsi til að undirbúa veislur. Salurinn er aðeins leigðir án veitinga.
Stórir og bjartir gluggar eru á salunum og á góðviðris dögum er hægt að opna rennihurðir beint út á verönd.
Salurinn hentar mjög vel fyrir erfidrykkju, fermingarveislur, skírnarveislur og fleira. Einnig mjög góður salur fyrir fundarhöld og námskeið.