Sunnusalur Iðnó

Virðulegur og fallegur salur með svölum og útsýni yfir Reykjavíkurtjörn

20 - 110 manns í sitjandi borðhald
100 - 290 manns í standandi veislur og móttökur
Móttökurými og fatahengi
Bar / Kaffihús / veitingastaður / Veisluþjónusta
Hljóðkerfi og flygill í Hátíðarsalnum
Leyfi er til staðar að hafa opið til kl 02:00 um helgar
Notalegt kaffihús og fundarherbergi fyrir smærri hópa
Möguleiki á að leigja allt húsið og loka kaffihúsinu
Einstök staðsetning við Tjörnina í Reykjavík
Gott hjólastóla aðgengi á báðar hæðir


Nánari upplýsingar
Iðnó er staður fyrir fjölbreytta viðburði. Veislur, tónleika, fundi og ráðstefnur, brúðkaup og vinnustaðagleði. Þar er einnig notalegt kaffihús og veitingastaður. 

Í Iðnó eru fjögur rými til útleigu: 

Hátíðarsalurinn sem tekur 110 manns til borðs og 290 manns í standandi veislur og viðburði. Salurinn er með sviði, hljóðkerfi og flygli. Hátíðarsalurinn er afar glæsilegur með mikla lofthæð og hægt er að ganga út á verönd úr salnum og horfa yfir Reykjavíkurtjörn. Framan við salinn er móttaka með kaffihúsi og bar.

Sunnusalur er fallegur salur á annarri hæð. Salurinn rúmar 50 manns til borðs og 90 manns í standandi veislur. í salnum er falleg birta og útsýni yfir tjörnina.

Forsetherbergið sem er fundasalur inn af Sunnusal fyrir allt að 10 manns. 

Fundarherbergi á þriðju hæð fyrir allt að 10 manns.  

Iðnó er staður þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allt frá ljúfum kaffibolla að morgni á meðan þú lest yfir tölvupósta dagsins, til þriggja rétta máltíðar að kvöldi sem er toppuð með tónleikum eða skemmtun.  

Iðnó er stássstofa Reykvískrar forvitni. Aðlaðandi, aðgengilegur og hugvekjandi staður fyrir hugmyndir og sögur. Byggingin sameinar á einum stað sögu, hefðir og menningu sem nær allt aftur til 1897. 

Iðnó er lifandi minnisvarði um gamla tímann, en jafnframt nútímalegur samkomustaður fyrir unga sem aldna. Gömul bygging með fersku innihaldi.  

Reglur Iðnó: 
1. Veitingar fara í gegnum Iðnó en samtal um uppsetningu á matseðli og drykkjum er ávallt í boði. 
2. Tæknimál fara í gegnum Iðnó og erum við með sérkjör við leigufyrirtæki og hefur leigutaki aðgang að þeim. Samtal um annað er ávallt í boði en áskiljum við okkur rétt til að hafna eða samþykkja tæknibúnað. 
3. Staðfestingargjald er salarleigan og áskiljum við okkur rétt til að halda henni ef hætt er við viðburð 10 dögum fyrir bókaðan dag í húsinu.   

Vinsamlega sendið okkur fyrirspurn hér á síðunni til að fá nánari upplýsingar.


Sunnusalur Iðnó
Vonarstræti 3 101 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Larger Map

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar