Ath! Vegna endurbóta verður Klúbbhúsið ekki í útleigu fyrr en haust 2020
- ekki verður tekið við bókunum fyrr en sumar 2020
Fundar- og veislusalurinn Klúbbhúsið Grafarholti er glæsilegur salur með frábæru útsýni yfir borgina og golfvöllinn.
Salurinn hentar vel fyrir hverskonar fundi, starfsdaga, ráðstefnur eða móttökur. GR veitingar bjóða nú salinn til leigu undir morgun- og eða hádegisfundi ásamt fyrsta flokks veitingum og þjónustu. Kjörinn stærð fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki eða stofnanir.
Starfsfólk okkar aðstoðar þig við val á veitingum, uppröðun og öðru sem huga þarf að.
Til staðar er skjávarpi, ræðukerfi, tölva, sjónvarp og ræðupúlt. Salurinn rúmar til sætis allt frá 20 manns upp í 130 eftir uppsetningu, en upp undir 250 manns í standandi móttöku.
Tilvalið fyrir þá sem vilja vera í fallegu umhverfi, útaf fyrir sig, án þess að vera of langt frá miðborginni.
Næg bílastæði og gott aðgengi er í Grafarholti.
Fyrirspurnum um veitingar og salarleigu skal beint í fyrirspurnarglugga hér til hliðar.
Salurinn er leigður út með veitingum frá september mánuði fram í maí.




