Ath! Vegna endurbóta verður Klúbbhúsið ekki í útleigu fyrr en haust 2020
- ekki verður tekið við bókunum fyrr en sumar 2020
Klúbbhúsið - Golfskálanum Grafarholti er einn af glæsilegri veislusölum í Reykjavík með frábæru útsýni yfir borgina og golfvöllinn.
Hann er leigður út með veitingum frá september mánuði fram í maí.
Salurinn tekur um 130 manns í sæti en 250-300 manns í standandi móttöku. Veislusalurinn hentar vel fyrir margvísleg tilefni s.s. árshátíðir, afmæli, brúðkaup, fermingarveislur, móttökur, ráðstefnur, erfidrykkjur og hádegisfundi.
Tilvalið fyrir þá sem vilja vera í fallegu umhverfi, útaf fyrir sig, án þess að vera of langt frá miðborginni.
Næg bílastæði og gott aðgengi er í Grafarholti auk þess sem salurinn er vel tækjum búinn.
Yfir sumarmánuðina er starfræktur veitingastaður sem opinn er allt sumarið frá morgni til kvölds og býðst gestum og gangandi að borða góðan mat í notalegu umhverfi.
Allir eru velkomnir í Grafarholtið, klúbbmeðlimir sem aðrir. Matseðill staðarins er breytilegur, að einhverju leyti, frá degi til dags með það að markmiði að auka fjölbreytni og tryggja besta mögulega hráefni hverju sinni.
Fyrirspurnum um veitingar og salarleigu skal beint í fyrirspurnarglugga hér til hliðar.





