Í Hljómahöll er fullkomin aðstaða fyrir hvers konar viðburðarhald af öllum stærðum og gerðum. Húsið býr yfir fullkomnu myndkerfi og framúrskarandi hljóðkerfum. Hægt er að leigja sali sem henta undir tónleika, dansleiki, fundi, afmæli brúðkaup o.s.frv. Salirnir eru Stapi, Merkines (sem er minni salur inn af Stapasalnum), Berg sem er fullkomin tónleikasalur, Rokksafn Íslands og Félagsbíó.