Á hótelinu eru alls 45 herbergi sem skiptast í 21 standard herbergi og 24 deluxe herbergi.
Öll herbergin hafa verið hönnuð með umhverfið og staðsetningu hótelsins að leiðarljósi til þess að skapa einstaka stemningu burt frá allri mengun og margmenni.
Hvert einasta herbergi hefur upp á að bjóða stórkostlegt útsýni á Hengil eða í átt til Þingvallavatns þar sem dásamlegt hraunið nær eins langt og augað eigir.
Hótelið hefur sett sér það að markmiði að þær vörur sem keyptar eru erlendis frá séu sanngirnisvottað af Fair Trade samtökunum og tryggjum þar með að framleiðendur varningsins fái borgað sanngjarnt verð fyrir sína vöru. Þannig leggjum við okkar að mörkum til þess að efla lögmæta framleiðslu og koma í veg fyrir nauðungavinnu í þriðja heims ríkjum.
Inni á hótelherbergjunum eru sanngirnisvottaðar vörur rúmfötin (koddaver, sængurver og lökin), handklæði, sloppar, tepokar og margt fleira.