Hótelið er kjörinn staður fyrir brúðkaup, árshátíðar, fermingarveislur, afmæli, fundi og fleira. Umhverfið er mjög afslappað í faðmi náttúrunnar, laust við mengun og streitu höfuðborgarsvæðissins.
Veislusalurinn er mjög þægilegur fyrir allt að 60 manns til borðs og 80 til 100 manns í standandi veislur. Einnig er góð aðstaða á veitingastað og í setustofu.
Mögulegt er að ganga beinnt inní salinn frá bílastæði sé þess óskað og úr salnum er einnig hægt að ganga út á stóra verönd með þægilegum útihúsgögnum. Salurinn er búinn myndvarpa með tengingu við tölvu eða DVD spilara og góðu hljóðkerfi fyrir tal og tónlist.
Veislutjald fyrir allt að 250 manns
Ef um stærri veislur er að ræða bjóðum við uppá að slá upp stóru sérhönnuðu veislutjaldi sem tekur allt að 250 gesti til borð. Þá er gengið beint út úr veislusalnum og inní veislutjaldið.
Í nágreni Hótelssins eru hægt að komast í fjölbreytta afþreyingu, svo sem gönguferðir, hellaskoðun, köfun og fleira. Nánari upplýsingar um afþreyingu eru veittar á hótelinu.
40 hótelherbergi
Hótelið býður uppá gistingu fyrir allt að 80 manns í 40 herbergjum, ásamt heilsulind, sauna og nudd.
Ion Luxury Adventure Hotel er staðsett í mikilli náttúruperlu, stutt frá þingvöllum og aðeins í um rúmlega hálftíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisvænar lausnir, einstök hönnun og hugvitssamleg nýting á náttúrulegum efnum eru grundvallarþættir í byggingu hótelsins og með dvöl á á staðnum upplifa gestir sterka tengingu við náttúruna, orkuna á svæðinu og tærleikann í umhverfinu.