Veislusmári

Leigist með eða án veitinga - fullbúinn tækjabúnaði og góðu eldhúsi

Leigist með eða án veitinga
Mjög vel tækjum búnn - nýr salur
Hljóðkerfi, ljósakerfi, upptökubúnaður og skjáir
Eldhús til að full elda og framreiða mat
Notaleg aðstaða í leikherbergi fyrir börnin
Mjög gott aðgengi
Næg bílastæði
Hægt að taka upp og streyma viðburðum á netinu
Kertaluktir og skreytingar á staðnum


Nánari upplýsingar
Veislusalurinn Veislusmári er fullbúinn glæsilegur salur sem rúmar allt að 150 manns í sæti og um 200 manns í standandi veislur.

Góð lofthæð er í salnum, þægilegir stólar og svið fyrir ræðuhöld, hljómsveit og skemmtikrafta.

Salurinn er mjög vel búinn tækjum. Gott hljóðkerfi fyrir hljóðfæri, tal og dinnertónlist. Lýsing á svið og í sal eins og best verður á kosið.  Í salnum er upptökubúnaður fyrir hljóð og tónlist.

Góðar upptökuvélar eru í salnum þannig að það er mögulegt er að streyma viðburðum á netið eða taka.

Í salnum er fullbúið eldhús með fullkomnum ofni, eldavél og uppþvottavél og kæli. Eldhúsið hentar því bæði sem móttökueldhús sem og að full elda mat fyrir veislur. Allur helsti borðbúnaður fylgir með.

Hægt er að skipta salnum upp í móttökusal og einnig fyrir t.d.vinnufundi og undirbúning fyrir viðburði.

Boðið uppá notalegt leiksvæði fyrir börnin.
 
Salurinn er leigður út með eða án veitinga en fyrir þá sem þess óska erum við í samstarfi við veisluþjónustu sem getur töfrað fram það sem hugurinn girnist.

Hentar vel fyrir  veislur eins og brúðkaupsveislur, fermingaveislur, erfidrykkjur, stórafmæli.

Salurinn mjög góður fyrir ráðstefnur, fundi sem og menningarviðburði og tónleika.

Ýmis búnaður til skreytinga fylgja salnum eins og kertaluktir, borðskraut og fleira.

©www.salir.is - afritun og endurbirting óheimil.


Veislusmári
Sporhamrar 3 112 Grafarvogur
Sími: Birta símanúmer
[veffang]

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar