Stór salur sem tekur 80 manns í sæti og nýtist hann til funda- og ráðstefnuhalds og fyrir móttökur og námskeið.
Skjávarpi, stórt tjald og hljóðkerfi er að finna í salnum. Val er um ýmis konar uppröðun á borðum og stólum við bókun á salnum.
Norræna húsið býður upp á góða aðstöðu til að halda námskeið, fundi og ráðstefnur í fallegu umhverfi. Í húsinu er að finna ráðstefnusal, fundarherbergi, sýningarsali, bókasafn, barnabókasafn og artotek ásamt veitingahúsi.
Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og lögum okkur að þörfum hvers og eins.
Skrifstofa bókanna er opin þriðjudaga til föstudaga á milli 10:00 og 12:00.




