Café Atlanta veislusalur

Einstök aðstaða fyrir veislur árshátíðar fermingar og hverskyns mannfagnaði

Mjög gott aðgengi
Salurinn er aðeins leigður með veitingum
Þægileg húsgögn, sófar og borð
3 sjónvörp, skjávarpar og tjöld í salnum
Gott hljóðkerfi
Rúmgóður bar í salnum
Fyrir brúðkaup, árshátíðar
Fermingarveislur, afmæli, þorrablót
Mögulegt að skipta salnum fyrir miðju
120 í sæti , en um 240 í standandi veislur


Nánari upplýsingar
Veitingaslur Café Atlanta býður til leigu nýjan og glæsilegan veislusal í Hlíðasmára 3, skammt frá Smáralindinni.

Mjög gott aðgengi er að salnum og næg bílastæði.
Gengið er inn um rúmgott anddyri, en einnig er hægt að opna beint inn í salinn að framanverðu húsinu.

Salurinn er vel búinn með góðu eldhúsi, stórum bar inní salnum og móttökuborði í anddyri. Í salnum er fullkomið hljóðkerfi, 3 sjónvörp sem hægt er að setja sýna af DVD eða beinar útsendingar sem og stór skjávarpi. Einnig er hægt að skipta salnum upp fyrir miðju.

Salurinn býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Hann hentar vel fyrir brúðkaup, fermingarveislur, árshátíðar, afmæli, erfidrykkju. Einnig henntar salurinn vel fyrir fyrirtækja skemmtanir, þorrablót, jólahlaðborð og hverskyns mannfagnaði. 

Úrvalslið matreiðslu- og framreiðslumanna Café Atlanta sjá um að gera veisluna þína ógleymanlega. 

Starfsfólk Café Atlanta hefur mikla reynslu í umsjón með veislum. Sendið okkur fyrirspurn og við gerum ykkur gott tilboð.

Athugið að salurinn er eingöngu leigður út með veitingum.

Hugmyndir að hópmatseðli: 
Seðill 1 – Lambið með meiru    
Grafinn- og reyktur lax með sinnepssósu og piparrótarrjóma    
Léttsteikt lambafilé með rótargrænmeti og hasselbak kartöflu    
Regnbogaís með kókosrjóma og ferskum berjum    

Seðill 2 – Nautið með enn meiru     
Villisveppasúpa með nýbökuðu brauði    
Steiktur nautahryggur með rauðvínssósu    
Crem brulé    


Seðill 3 – Fljúgandi kalkúnn     
Koníaksbætt humarsúpa með safranrjóma
Hunangsgljáð kalkúnabringa með kartöfluköku     Marinerað ávaxtasalat með amarettokremi    

Seðill 4 – Rétta Svínið     
Innbakaður saltfiskur með camenbert    
Fyllt grísalund með með rjómasoðnum fennel     Súkkulaðifromage    


Seðill 5 – Klassíska lambainnanlærið
Heitreyktur lax með tartarsósu    
Dijonhjúpaður lamba innanlærisvöðvi með sellerírótarmús    
Skyrterta með hindberjum

x

Café Atlanta veislusalur
Hlíðarsmári 3 201 Kópavogi
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Veislusalur Café Atlanta Hlíðarsmára in a larger map

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar