Salurinn ráðstefnusalur

Frábær aðstaða til fundar- og ráðstefnuhalds í fallegu rými

Tækjabúnarður innifalinn í leigugjaldi
sýningartjald, stærð 3 x 5 metrar
Litskyggnuvél af bestu gerð
Fullkominn ljósa og hljóðbúnaður
Fartölva, myndvarpi, ræðupúlt ofl.
Forrými sem tekur um 300 manns
Fatahengi og bar í forrými


Nánari upplýsingar
Salurinn hefur verið borinn lofi fyrir frábæra aðstöðu til funda-, námskeiðs- og ráðstefnuhalds, enda búinn öllum þeim tækjum sem árangursrík fundarhöld krefjast.

Salurinn rúmar 292 manns í sæti, 183 í sal og 109 á svölum. Forrými Salarins rúmar einnig 300 manns. Gott aðgengi er fyrir fatlaða. 

Mörg af framsæknari fyrirtækjum landsins hafa notfært sér Salinn í þessu augnarmiði og fer ráðstefnum, fundum og námskeiðum stöðugt fjölgandi. Þau fyrirtæki sem halda hér ráðstefnur eða fundi í fyrsa skiptið panta Salinn aftur og aftur þar sem reynsla þeirra er frábær.

Salurinn er búinn góðum tækjabúnaði  Innifalið í leigugjaldi eru afnot fyrir leigutaka af: sýningartjald, stærð 3 x 5 fartölva með algengustu forritum, sem nýtist með myndvarpanum   litskyggnuvél af bestu gerð     fullkominn ljósa- og hljóðbúnaður      ræðupúlt, panelborð, o.þ.h. 

Tæknimaður Salarins  Tæknimaður Salarins hefur yfirumsjón með tækjabúnaði hússins. Hann annast uppsetningu á tækjum, stillingar á ljósa- og hljóðbúnaði og sér um að kynna leigutaka notkun búnaðarins. Hann annast stjórn á ljósum og hljóði á meðan dagskrá stendur yfir og er til taks ef þörf krefur.

Ef leigutaki telur nauðsyn á  viðbótar tækjabúnaði skal það gert í samráði við tæknimann og með góðum fyrirvara. Tæknimaður sér einnig um hljóðupptöku sé þess óskað.

Tónlistarflutningur 
Vel hefur mælst fyrir um að hafa tónlistarflutning við setningu og/eða slit á fundum og ráðstefnum enda hljómgæði Salarins einstök og vel við hæfi að leyfa gestum að njóta hvers einasta tóns. Starfsfólk Salarins er ávallt reiðubúið að ráðleggja og aðstoða við val á viðeigandi tónlistaratriðum.

Salurinn ráðstefnusalur
Hamraborg 6 200 Kópavogi
Sími: Birta símanúmer
www.salurinn.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Salurinn - tónlistarhús Kópavogs in a larger map

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar