Hliðarsalur kringlukráarinnar er kjörinn fyrir veislur og mannfagnaði. Salurinn hentar vel bæði fyrir sitjandi og standandi veislur og mögulegt er að raða upp sætum og borðum á margvíslegan hátt.
Í salnum bjóðum við viðskiptavinum afnot af skjávarpa, hljóðkerfi, öll afspilunartæki og ræðupúlt. Salurinn hentar því einnig vel fyrir fundi, fyrirlestra og námskeið.
Staðurinn hefur á að skipa frábærum kokkum og vinalegu þjónustufólki.
Við tökum að okkur að skipuleggja boð og samkvæmi ef óskað er. Þá setjum við saman sérstakan veislumatseðil; smárétti, hlaðborð eða sérstaklega framreiddan mat.
Á Kringlukránni er haldið í hefðirnar og gestum komið skemmtilega á óvart með íslenskum kræsingum á tyllidögum. Meðal annars Þorláksmessuskötu, þorramat, saltkjöt og baunir o.fl.
Skemmtanir Kringlukráin er fyrirtaks staður til tónleikahalds. Allar helgar í áraraðir höfum við boðið upp á dansleiki um helgar, þar sem margar af skærustu stjörnum íslenskrar tónlistar hafa stigið á svið í gegnum árin.