Norræna húsið sýningarsalur

Góður salur fyrir sýningar og fyrir fjölbreytta viðburði

Nánari upplýsingar

Athugið! 

Unnið er að viðhaldi í Norræna húsinu og ekki er tekið við fyrirspurnum eða bókunum fyrr en vor 2024

-----------


Norræna húsið er bæði bakhjarl og þátttakandi í helstu menningarviðburðum Íslands s.s Kvikmyndahátíð í Reykjavík, Bókmenntahátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Listahátíð Reykjavíkur og Norræna tískutvíæringnum en Norræna húsið átti frumkvæðið að þeim viðburði.

Í Norræna húsinu er einnig að finna einstakt bóksafn,  sem lánar út bókmenntir eingöngu á norrænum tungumálum, verslun með norræna hönnun og matvöru, sýningarsali og tónleika/kvikmyndasal. Auk þess er í húsinu veitingastaðurinn Aalto sem framreiðir mat eingöngu úr norrænu hráefni.

Norræna húsið er hannað af hinum heimsþekkta finnska arkitekt Alvar Aalto. Húsið er eitt af hans seinni verkum og er líkt og falin demantur á meðal þekktari verka hans. Húsið ber mörg höfundareinkenni Aaltos. Þau sjást einna best í bláu flísunum á þaki hússins, í hvelfingu bókasafnsins og í hinni miklu notkun á hvítum lit, flísum og við í allri byggingunni.

Alvar Aalto hannaði einnig húsgögn í flestallar byggingar sínar og í Norræna húsinu eru öll húsgögn og ljós hönnuð af honum.

Norræna húsið sýningarsalur
Sturlugötu 5 101 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer
nordice.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Larger Map