Fjölnota rými Kjarvalsstöðum

Bjartur og fallegur salur með stórri verönd

Glæsileg aðkoma, næg bílastæði
Fallegt umhverfi og mögulegt að ganga út í garðinn
Allt að 500 manns í standandi veislur og móttökur
Hægt að njóta sýninga á meðan viðburði stendur
Gólfflötur 577 m²
Hellulögð verönd utandyra 432 m²
Mögulegt að setja upp svið í salnum


Nánari upplýsingar
Kjarvalsstaðir henta vel fyrir fjölbreytta viðburði, móttökur, list- og menningarviðburði. Einnig er hægt að vera með vörusýningar og kynningar í húsinu.

Aðgengi er mjög gott og næg bílastæði. Mögulegt er að opna út í garð og nýta um 400 m² verönd í garðinum á góðviðrisdögum.

Góður fundarsalur er í húsinu ásamt því að hægt er að dekka upp fyrir um 180 manns til borðs fyrir matarveislur.

Hægt er að semja um að sýningarsalir og þær sýningar sem í boði eru á Kjarvalsstöðum séu opnar gestum viðburðarins.

Listasafnið sér um þrif fyrir og eftir viðburði.

Búnaður:
• Hljóðkerfi fyrir ræðuhöld.
• Stand-míkrófónar
• Borð-míkrófónar, 6 stk.
• Færanlegir hátalarar á fótum.
• Stólar um 75 stk.
• Borð 8 stk. án dúka.
• Ræðupúlt
• Ræðupúlt á borð.
• Skjávarpi
• Hægt er að fá lánaða palla 4 stk. 1.25 x 2.00 m. hver ásamt tröppu og plíseringum sem leigutaki þarf að sjá um flutning á.

Fjölnota rými Kjarvalsstöðum
Tryggvagata 101 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer
www.listasafnreykjavikur.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort
Teikningar
Hringmynd
Myndskeið