Viðey - Viðeyjarstofa

Hvert tilefni verður að einstökum viðburði í þessu umhverfi

Merkur sögustaður með frægri veisluhefð
Skemmtilegt útivistarsvæði með einstakri náttúrufegurð
Stutt frá borginni en langt frá allri truflun
Fallegt útsýni yfir höfuðborgina
Einstakt hús á merkum sögustað


Nánari upplýsingar
Viðeyjarstofa er stórt, gamalt steinhús í Viðey í Kollafirði. Húsið var byggt af Skúla Magnússyni landfógeta sem embættisbústaður og er elsta hús Reykjavíkur. Við hlið Viðeyjarstofu stendur Viðeyjarkirkja. Kirkjan er með upprunalegum innréttingum sem eru þær elstu á landinu.

Eyjan er afar gróðursæl og var öldum saman talin ein besta bújörð landsins. Hún er mikil náttúruprýði með góðu útsýni yfir höfuðborgina. Friðarsúlan gefur staðnum skemmtilegan blæ og eykur til muna ánægju þeirra sem heimsækja eyjuna.

Við bjóðum þér afnot af þessu einstaka húsi á þessum merka sögustað þar sem sagan bókstaflega andar úr hverju horni og hverri fjöl og nostalgían er alls ráðandi. Í þessu umhverfi verður hvert tilefni að einstökum viðburði.

Salurinn tekur um 150 manns til borðs og um 60 í skólastofuupsettningu.

Hentar vel fyrir t.d. fundi, árshátíðir, brúðkaup og skírnir, afmæli, móttökur ýmsar, hanastél og jólahlaðborðið margfræga.

Á neðri hæð er einnig fundarherbergi fyrir um 20 manns.

Viðeyjarstofa er höfðinglegur rammi um hvers kyns mannfagnað.

Hótel Holt sér um allar veitingar í Viðeyjarstofu.

Viðey - Viðeyjarstofa
Viðey Reykjavík
Sími: Birta símanúmer
http://www.videy.com

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Larger Map
Teikningar
Myndskeið

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar