Bláa Lónið - fundarsalir

Glæsilegir salir þar sem hraunið og umhverfið skapa dulúðlega stemningu

Tveir fullbúnir fundarsalir
Sérhönnuð fundarhúsgögn
Fullkominn tækjabúnaður
Reynslumikið starfsfólk
Ævintýralegur blær og dulúðlegt umhverfi
Afbragðs veitingar
Heillandi umgjörð fyrir mannfagnaði


Nánari upplýsingar
Bláa Lónið býður tvo fullbúna fundarsali til leigu. 

Stærri fundarsalurinn er staðsettur á annarri hæð og veitir fundargestum einstakt útsýni yfir lónið og fallegt umhverfið. Í salnum er hægt að koma á fundi fyrir allt að 100 þátttakendur. 

Minni fundarsalurinn rýmir 12 manns. 

Fundarsalir Bláa Lónsins eru búnir sérhönnuðum fundahúsgögnum og fullkomnum tækjabúnaði til að mæta kröfum nútímans. 

Tölvutenging er fyrir hendi í sölunum auk sýningartjalds, fletti- og tússtöflu og ræðupúlts. 

Hægt er að leigja skjávarpa, skyggnuvél og ýmis önnur tæki eftir þörfum. Reynslumikið starfsfólk sér um að uppfylla tæknilegar þarfir viðskiptavina og ráðleggja um atriði er varða skipulagningu og framkvæmd. 

Bláa Lónið getur séð um að skipuleggja akstur fyrir fyrirtæki og stofnanir á fundarstað ef þess er óskað. 

Innifalið í leiguverði er afnot af hljóðkerfi, ræðupúlt, glæruvarpi, hljóðnemi, sýningartjald, flettitafla, tússtafla, skrifblöð og pennar. 

Tæknileg aðstoð er innifalin á meðan verið er að koma fundinum af stað en ef óskað er eftir tæknilegri aðstoð meðan á fundi stendur verður tekið gjald fyrir þá aðstoð.

Fundir og slökun Að sameina fundi og slökun er lykill að góðum árangri. Eftir árangursríkan fundardag er tilvalið að gefa sér tíma til þess að slaka á í lóninu og jafnvel bjóða fundargestum upp á nudd sem fer fram ofan í hlýju lóninu. 

Kraftmikið umhverfið hreinsar hugann og nýjar og ferskar hugmyndir ná að streyma fram á ný.

Bláa Lónið - fundarsalir
Bláa lóndið 240 Grindavík
Sími: Birta símanúmer
www.blaalonid.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Larger Map
Teikningar
Hringmynd

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar