Ostabúðin býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á veisluhaldi. Hvaða steminingu þú vilt hafa í veislunni, hvaða réttir passa saman og hversu mikið magn þarf fyrir tiltekin fjölda.
Boðið er uppá fjölbreytt veisluföng, ostabakka snittur eða fullbúnar gala veislumáltíðar. Mikið lagt upp úr vandaðri matreiðslu úr spennandi hráefni og leika ostarnir gjarnan stórt hlutverk.
Umbúðir og framsetning eru í endurvinnanlegu efni, en einnig er hægt að fá veisluföngin afhent á margnota viðarbökkum sem hægt er að fá lánaða án endurgjalds.
Ostabúðin Veisluþjónusta hentar mjög vel fyrir fermingar, afmæli, vinnufundi, árshátíðar eða brúðkaup.
Ostabúðin veislusalur
Á staðnum er fullbúinn veislusalur fyrir allt að 100 manns í sæti eða 140 í standandi boð. Skoðið salinn hér
Gjafakörfur
Sælkerakörfurnar frá Ostabúðinni innihalda úrval af ostum og öðru góðgæti og eru í ýmsum stærðum og allar endurunnar og endurvinnanlegar.