Matarhjallinn
Að Engihjalla 8 í Kópavogi er Matarhjallinn sem er fallegur veitingastaður og veislusalur.
Salurinn tekur um 45 manns til borðs en rúmlega 55 í standandi veislur og viðburði.
Gott aðgengi er að salnum og öll aðstaða eins og best verður á kosið. Gengið er beint inn af bílastæði og framan við húsið er verönd sem hægt er að nýta á sumrin.
Í salnum er nettengdur flatskjár.
Boðið er uppá létta og ljúffenga rétti fyrir hópa og drykki á "Happy hour" verði.
Við hliðina á Matarhjallinum er Publin Ölstofa. Þangað er hægt að setjast inn eftir að veislu lýkur á Matarhjallinum.
Salurinn nýtist vel sem fundarsalur eða fyrir kennslu og námskeið.