LUX veitingar

Viktor Örn og Hinrik Örn matreiðslumeistarar

Vönduð matargerðarlist
Frumleg framsetning á veisluréttum
Mikil og góð reynsla af veisluhaldi
Framreiðsla á veitingum í óbyggðum eða heimahúsi
Goður veislusalur fyrir þá sem þess þurfa
Ráðgjöf um uppsetningu á veisluseðlum


Nánari upplýsingar
Lux veitingar var stofnað af þeim Hinrik Lárussyni og Viktori Erni árið 2018.

Eins og nafnið gefur til kynna þá standa Lux veitingar fyrir lúxus, gæði og góðri þjónustu. Við vitum að góð veisluþjónusta þarf að gera fleira en að framreiða góðan mat, þessvegna leggjum við áherslu á góða þjónustu svo þú getur treyst því að hugsað sé fyrir hverju smáatriði og hver veisla sé einstök og sérsniðin að þínum óskum.
 
Við hjá Lux veitingum erum þekktir fyrir að hugsa út fyrir kassann og saman getum við töfrað fram drauma veisluna þína.
 
Lux Veislur
Lux veitingar er framsækin, skapandi, hágæða veisluþjónusta sem sérhæfir sig í veislum fyrir öll tilefni.

Við hjá Lux veitingum leggjum ríka áherslu á að skapa einstaka og eftirminnilega veislu fyrir þig og þína gesti. Við vitum að góð veisla snýst um meira en góðan mat, við vitum að hvert einasta smáatriði skiptir máli – við erum hér til að þjónusta þig og hjálpa þér að skapa hina fullkomnu veislu.

Sama hvert tilefnið er þá vitum við að þín veisla á skilið það besta. Við eldum matinn á staðnum sem tryggir ferskleika matarins. Við getum sett upp fullbúið eldhús hvar sem er og reitt fram ógleymanlega veislu sama hvort þemað er látlaus steikarveisla í óbyggðum eða smáréttahlaðborð í borðstofunni þinni
– okkur er ekkert er ómögulegt
 
 
Viktor Örn Andrésson
Viktor Örn er einn virtasti matreiðslu maður Íslands. Hann hlaut t.a.m titilinn kokkur ársins árið 2013 og sigraði hann Norðurlandameistaramót matreiðslumanna árið 2014.

Viktor náði einnig einum besta árangri íslensks matreiðslumanns þegar hann hlaut brons verðlaun í hinni virtu matreiðslukeppni Bocuse D‘or árið 2017. Viktor hefur verið í landsliðið matreiðslumanna frá árinu 2009


LUX veitingar
210 Garðabær
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar