Silfurtunglið

Sýningar og móttökur með 8 stórum 4K sýningarskjám

Silfurtunglið á efrihæð með 8x 4k 65 tommu skjám
Himinhvolfið salur á jarðhæð: 6x 75-98 tommu 4k skjám
Falleg lýsing frá himinhvolfi í anddyri
Bar í salnum
Góð hljóðvist
Hentar fyrir sýningar, móttökur kokteilveilsur
Í miðbæ Reykjavíkur


Nánari upplýsingar
Silfurtunglið er fullkomið sýningarrými sem hýsir á daginn sýninguna "Tales from Iceland". Eftir klukkan 17 á daginn er salurinn laus fyrir móttökur, sýningar, kynningar og aðra viðburði.

Í salnum er fullkomin sýningarbúnaður á 8x4K, 65 tommu flatskjáir.  Mjög auðvelt er að setja upp og sýna efni á skjánum, samhæft  eða hver skjár fyrir sig með mismunandi efni. Hljóðvist fyrir framan skjána er sérstaklega hugsað að blandist ekki á milli.

Hægt er að nýta sér sýningu Tales of Iceland sem bakgrunn í móttöku eða veislu eða koma með eigið efni sem tengist viðburðinum og birta á skjánum.

Þannig er hægt að setja upp sýningar, kynningar, fótboltamót, auglýsingamyndir og fleira á stuttum tíma og með lítilli fyrirhöfn.

Í salnum er bar, kokteilborð og salernisaðstaða.

Á Jarðhæðinni er Himinhvolfið.  Himinhvolfið hentar vel til fordrykks eða fyrir minni móttökur.  Þar í loftinu er eitt stærsta díóðuljós landsins sem gefur rýminu mjög skemmtilega birtu. Hægt er að breyta um lit á ljósinu eftir óskum.

Á jarðhæðinni eru sex stórir sýningarskjáir 75-98 tommur, með 4K myndgæðum. Hægt er að leigja þessa skjái og vera með eigið efni, láta t.d ljósmyndir rúlla á skjánum, sýna auglýsingefni eða skemmtileg myndbönd á meðan móttöku stendur.

Einnig er hægt nýta skjáina fyrir sýningabása, karaokee, og fleira, til að mynda með stöðluðu efni frá Austurbæ, allt eftir óskum gesta.

Himinhvolfið hentar einnig vel fyrir fordrykk fyrir hópa sem halda veislu í Vetrarbraut.

Minni móttökur, hægt að hafa fordrykk og móttökur áður en haldið er af stað t.d. í mat á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Fordrykkur / móttaka og svo njóta gestir sýningarinnar Tales from Iceland á 2. hæð.

Mjög skemmtilegt fyrir hvatafyrirtæki og t.d. blandaða hópa af Íslendingum og erlendum gestum. Skemmtileg og auðveld leið til að fræðast um Ísland og Íslendinga.

Í Himinhvolfum myndast þægileg og skemmtileg stemning. Teppi er á gólfi og mjög góð hljóðvist.

Samstarfsamningur við Luxor, sem sér um alla tækni,  ljós, hljóð og mynd.

Silfurtunglið
Snorrabraut 37 101 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar