Dillonshús Árbæjarsafn

Fundarsalur á Árbæjarsafni

Fallegt og rólegt umhverfi - eins og sveit í borg
Gott útisvæði með garðhúsgögnum
Einstaklega fallegt hús og söguleg byggingalist
Eldhús
Aðstaða skiptist í þjár mismunandi stórar stofur
Mjög hlýlegt og notaleg
Hægt að ganga um og skoða safnasvæðið
Góð aðkoma fyrir hópferðabíla
Leiðsögn um safnið fyrir hópa


Nánari upplýsingar

Vinsamlegast athugið að sem stendur eru salir Árbæjarsafns aðeins leigðir út  á opnunartíma safnsins.
 
Salurinn er núna aðeins leigður út sem fundarsalur.

Opið sept-maí 13:00 - 17:00
júní-ágúst 10:00 - 17:00

Að heimsækja Dillonshús á Árbæjarsafni er eins og að ferðast hundrað ár aftur í tímann. Húsið er allt uppgert samkvæmt hefðinni og myndar hlýlega umgjörð um minni fundi.

Aðstaðan skiptist í þjár mis stórar stofur og ris. Upp í risið er brattur stigi.

Í húsinu er eldhús til að elda og framreiða veitingar og á sumrin er þar starfrækt kaffihús.

Gestir geta notið þess að sitja í garðinum framan við húsið á góðviðrisdögum og ganga um safnasvæðið.

Umhverfið er nánast eins og að vera komin út í sveit, en vera samt sem áður miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Dillonshús hentar því vel fyrir góðan fund.


Vinsamlegast athugið að sem stendur eru salir Árbæjarsafns aðeins leigðir út á opnunartíma safnssins
og aðeins sem fundarsalur.

Opið sept-maí 13:00 - 17:00
júní-ágúst 10:00 - 17:00

Verðskrá 2023
Dillonshús - leiga hálfur dagur 40.600 kr.
Dillonshús - leiga heill dagur 63.600 kr.

Kornhús - leiga hálfur dagur 40.600 kr.
Kornhús - leiga heill dagur 63.600 kr.

Lækjargata - leiga hálfur dagur 40.600 kr.
Lækjargata - leiga heill dagur 63.600 kr.

Árbæjarsafnskirkja - leiga fyrir athafnir 32.900 kr.

-------

Leiðsögn fyrir hópa á Árbæjarsafni 20.900 kr.




Dillonshús Árbæjarsafn
Kistuhylur 110 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar