Veislusalir - Brugghús

Bryggjan brugghús - fjölbreytt aðstaða í miðbæ Reykjavíkur

Tekur allt að 280 manns til borðs 400 í standandi veislur
Sérsalir fyrir smærri hópa
Svið fyrir hljómsveit & skemmtikrafta
Fjölbreytt úrval veitinga fyrir hópa.
Sérbruggaður gæðabjór - bjór á kútum - opin bar
Hægt að nýta sér bryggjuna framan við húsið
Staðsett á Grandagarði við Reykjavíkurhöfn


Nánari upplýsingar
Bryggjan Brugghús er staðsett á Grandagarði við Reyjavíkurhöfn í miðbæ Reykjavíkur.

Fjölbreytt aðstaða er í húsinu til veisluhalds og hægt er að velja mismunandi stóra sali allt eftir stærð hópsins og stemningunni.

Bruggsalurinn tekur um 90 manns í sæti og er mögulegt að nýta sér upphækkun í salnum sem svið fyrir skemmtikrafta. 

Miðjurýmið tekur um 160 manns og síðan er 30 manna salur er fyrir smærri hópa sem vilja vera með sér-aðstöðu.

Það er líka hægt að leigja allt húsið sem tekur 280 manns í sæti eða um 400 manns í standandi veislur.

Framan við húsið er rúmgóð bryggjan með útihúsgögnum og hentar mjög vel að sitja þar  á góðviðrisdögum.

Bryggjan Brugghús framleiðir ýmsar tegundir af gæða-bjór og boðið er uppá sérstakar kynningar- og smakkferð um brugghúsið sem hefur veirð vinsælt hjá hópum 

Í boði er fjölbreytt úrval veitinga fyrir hópa allt frá uppdekkuðum galaveislum, hlaðborð og pinnamat. Einnig er hægt að fá sérbjór frá Brugghúsinu og bjór á bjórkútum á góðu verði.

Veislusalir - Brugghús
Grandagarður 8 101 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar