Bryggjan Brugghús er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar við höfnina í Reykjavík sem leggur áherslu á fersk hráefni og að því að brugga gæða bjór af ýmsum tegundum sem dælt er beint úr brugghúsinu í glas gesta, þannig að ferskari bjór fæst ekki í Reykjavík.
Bryggjan getur tekið á móti allt að 280 gestum í sal og á góðviðris dögum yfir 100 manns á bryggjunni.
Bjórtúrinn
Á Bryggjunni Brugghúsi bjóðum við ekki einungis upp á gómsætan mat og bragðgóðan bjór. Við bjóðum einnig upp á nokkrar ólíkar leiðir til þess að njóta afurðanna úr brugghúsinu sem mest og best.
Bjórtúrinn okkar er léttur, þægilegur og skemmtilegur en hann tekur rúmlega 15 mínútur. Innifalið í túrnum er kynning á bjórunum okkar og brugginu. Hægt er fara í Bjórtúrinn með þriggja eða sex bjóra smakki af því ferskasta úr brugghúsinu okkar.
Bjór túrinn er daglega og á klukkutíma fresti frá klukkan 12.00 til 22:00. Óþarfi er að bóka í túrinn, bara mæta tímanlega á barinn og láta þjóninn vita.
Verð: Bjórtúr með þriggja bjóra smakki (borið fram í 200ml glösum): 3.490 kr. Bjórtúr með sex bjóra smakki (borið fram í 200ml glösum): 4.990 kr.