Garðskálinn veisluþjónusta

Veislur og móttökur

Nánari upplýsingar
Garðskálinn er lítið og notalegt fjölskyldurekið bistro í eigu hjónanna Ægis og Írisar sem er staðsett á neðri hæð Gerðarsafns í Kópavogi. Við í Garðskálanum leitumst við að hafa hráefni ferskt og einfaldan mat sem gleður augað og magann. Við bökum kökurnar okkar og súrdeigsbrauðin sjálf og gerum allan mat frá grunni. Matseðillinn er síbreytilegur þar sem við elskum að breyta og bæta og prófa nýja hluti enda hefur hann Ægir okkar óþrjótandi ímyndunarafl þegar kemur að spennandi mat!  

Garðskálinn er opinn samhliða Gerðarsafni, frá kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. Einnig bjóðum við upp á fjölbreytta og persónulega möguleika í veisluþjónustu. Allt frá smáréttabökkum, veisluhlaðborðum eða sérútbúinn kvöldverðarseðil, allt eftir óskum. Mögulegt er að nýta veitingasal Garðskálans og önnur fjölbreytt rými Gerðarsafns eða fá veisluna í heim í hús eða aðra sali.      

Ægir Friðriksson, eigandi og yfirkokkur Garðskálans, hefur starfað víða á sínum ferli, m.a. aðstoðaryfirkokkur á Grillinu á Hótel Sögu, þar sem hann lærði einnig. Hann hefur starfað í Barcelona, Skólabrú, verið yfirkokkur á hótel Reykjavik Natura og Satt og Flórunni í Grasagarðinum. Íris Ágústsdóttir, eigandi og yfirhönnuður Garðskálans, sér um  allar hliðar hönnunarinar og rekstrarhlið Garðskálans.

Garðskálinn veisluþjónusta
Hamraborg 4 200 Kópavogur
Sími: Birta símanúmer
[veffang]

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort
Teikningar
Hringmynd
Myndskeið

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar