Gerðarsafn

Fallegur og bjartur salur

Glerskálinn 40 gestir í sæti, 50 í standandi veislur
Gott aðgengi beint inn frá bílastaæði
Falleg birta í salnum
Fullbúið móttökueldhús


Nánari upplýsingar
Gerðarsafn er leigt út fyrir hina ýmsu viðburði m.a. móttökur, vöru- og fyrirtækjakynningar, fjölskylduveislur  og margt fleira.

Almennt er útleigu ætlað að fara fram utan opnunartíma safnsins.

Garðskáli Gerðarsafns: glerskálinn á neðri hæð safnsins er 60 m2 rými sem rúmar allt að 40 gesti í sæti við borð. Standandi um 50 gesti. Til viðbótar er 80 m2 gangur í miðrými sem einnig má nýta fyrir smærri veislur eða viðburði.

Gerðarsafn - almennt rými: hið opna rými í glerbyggingu safnsins á efri hæðinni hentar mjög vel fyrir fjölbreytta viðburði og móttökur. Standandi, 100-150 manns.

Fjölnotarými: á neðri hæð er 90 m2 fjölnotarými/sýningarsalur sem hentar sérstaklega vel fyrir fundi, fyrirlestra og veislur. Í sætisuppröðun, 80 gestir. Standandi, 120 gestir. Í sæti við borð allt að 50 gestir.

Tveir 200 m2 sýningarsalir eru á efri hæð safnsins tengdir saman yfir brú í glerhýsi. Sýningarsalir eru almennt ekki leigðir út nema stöku sinnum fyrir menningarviðburði. Séu sýningarsalir rýmdir færist tilheyrandi kostnaður á leigutaka.
Útleiga samkvæmt samkomulagi. Snyrtingar eru á báðum hæðum safnsins og lyfta er í húsinu.

Vinsamlega sendið okkur fyrirspurnir með fyrirspurnarglugganum hér til hliðar


Gerðarsafn
Hamraborg 4 200 Kópavogur
Sími: Birta símanúmer


Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort
Teikningar
Hringmynd
Myndskeið