Reykjaborg og Dalur

Salir fyrir fundi, fyrirlestra og námskeið við Suðurlandsbraut

Sérinngangur frá bílastæði
Miðsvæðis í Reykjavík
Eldhúsaðstaða og gott anddyri
Skjávarpar og sýningartjald
Bjartir salir með góðri loftræstingu
Fyrir fundi, námskeið, kennslu og fyrirlestra


Nánari upplýsingar
Við Suðurlandsbraut 30 eru tveir einstaklega góðir fundarsalir, Reykjaborg og Dalur. Salirnir eru með sérinngangi frá bílastæði aftan við húsið með góðu aðgengi og þægilegri aðkomu fyrir þá sem eru á bílum.

Stærri salurinn heitir Reykjaborg og tekur hann um 30 manns við borð.  Salurinn er með sérinngangi og anddyri með salernisaðstöðu.  Salurinn er bjartur og snyrtilegur með opnanlegum gluggum og góðri loftræstingu. Myndvarpi og sýningartjald eru í salnum ásamt þráðlausu neti.  Við salinn er eldhúskrókur með ísskáp, uppþvottavél og eldavélarhellum.

Athugið að Reykjaborg er ekki leigð út í hádeginu á virkum dögum

Dalur tekur um 30 manns í bíó uppstillingu og hentar því vel fyrir fundi, fyrirlestra kynningar og
fleira. Í salnum er góður myndvarpi og sýningartjald.

Salirnir henta vel fyrir fundi, fyrirlestra, námskeið og kennslu. Einnig eru þeir góður kostur fyrir þá sem þurfa að leigja sal eða vinnurými á föstum tímum t.d einu sinn í viku.

Salirnir eru til útleigu á virkum dögum á almennum vinnutíma.

Reykjaborg og Dalur
Suðurlandsbraut 30 108 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer
[veffang]

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort
Teikningar
Hringmynd
Myndskeið

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar