Austurbær er tímabundið ekki í útleigu
Austurbær býður upp á glæsilega umgjörð fyrir veislur, árshátíðir, einkasamkvæmi, móttökur, ráðstefnur, tónleika og margt fleira.
Austurbær hefur tekið miklum breytingum. Í stað gamla bíósalarins er þar kominn glæsilegur salur með sléttu gólfi, Vetrarbrautin, sem getur tekið yfir 500 manns í sitjandi matarveislur eða allt að 1000 manns í standandi veislur og böll.
Mjög góður grunntæknibúnaður er til staðar í Austurbæ.
Hægt er að leigja allt húsið í senn eða hvert rými út af fyrir sig. Húsið allt rúmar 1,000 manns, 810 á neðri hæð og 190 á efri hæð. Næg salerni eru á báðum hæðum og aðgengi fyrir fatlaða að salerni á jarðhæð.
Hentar vel fyrir árshátiðir, skólaböll, brúðkaup, tónleika, menningarviðburði og fleira.
• Svið er færanlegt, hægt að taka út, minnka eða stækka
• Færanlegir barir
• Tveir áhorfendapallar fyrir ofan salinn.
• Hringborð, langborð, leikhúsuppröðun.
• Gott aðgengi frá Snorrabraut
• Góð aðstaða fyrir listamenn og skemmtikrafta
Himinhvolf
Jarðhæð Austurbæjar nefnist Himinhvolf. Himinhvolfið hentar vel í fordrykk eða fyrir minni móttökur. Þar í loftinu er eitt stærsta díóðuljós (led) landsins sem gefur rýminu mjög skemmtilega birtu. Hægt er að breyta um lit á ljósinu eftir stemningu.
Í þessu rými eru sex stórir sýningarskjáir 75-98 tommur með 4K myndgæðum. Hægt er að leigja þessa skjái og vera með eigið efni, láta t.d ljósmyndir rúlla á skjánum, sýna auglýsingefni eða skemmtileg myndbönd. Einnig er hægt nýta skjáina fyrir myndabás, karaokee, og fleira, t.a.m. staðlað efni frá Austurbæ, allt eftir óskum gesta.
Hægt er að nýta Himinhvolfið á margvíslegan hátt :
• Fordrykk fyrir hópa sem halda veislu í Vetrarbraut.
• Fordrykkur / móttaka og svo njóta gestir sýningarinnar Tales from Iceland á 2. hæð. Mjög skemmtilegt fyrir hvatafyrirtæki og t.d. blandaða hópa af Íslendingum og erlendum gestum.
Í Himinhvolfum myndast þægileg og skemmtileg stemning.
Silfurtunglið er á efrihæð forrýmis
Hægt er að leigja Silfurtunglið eitt og sér. Silfurtunglið er tilvalið fyrir minni móttökur á bilinu 30-150 manns.
Þar eru átta stórir (65“) 4K skjáir. Á hverjum skjá er sýnd um fjögurra mínútna stuttmynd úr íslenskri nútímasögu, sem geta skapað skemmtilega stemningu í bakgrunni móttökunnar, en einnig er hægt að nota þá fyrir eigið efni leigutaka.
Veisluþjónusta er á hendi Laugaáss undir styrkri stjórn Guðmundar Ragnarssonar, matreiðslumeistara
Áratuga reynsla veitingastjóra: Elinborgar Hauksdóttur
Áratuga reynsla veitingastjóra: Elinborgar Hauksdóttur