Ægisgarður er spennandi veislusalur og brugghús staðsett úti á Granda. Í sama húsnæði er Ægir brugghús, sem bruggar allan þann bjór sem seldur er á staðnum.
Salurinn er mjög rúmgóður með mikilli lofthæð. Á barnum er möguleiki að hafa 8-10 tegundir af bjór og einnig er hægt að hafa kokteila á krana, endilega spyrjið okkur um tegundirnar.
Salurinn tekur um 125 manns í sitjandi borðhald og 175 í standandi veislur og móttökur. Einnig er hægt er að leigja tjald og setja við salinn til að búa til útisvæði.
Í salnum er gott hljóðkerfi, myndvarpi og sýningartjald.
Við getum séð um að bóka veitingarnar fyrir ykkur og erum í samstarfi við ýmiskonar matarvagna og veisluþjónustur, eins og til dæmis hamborgarabíl, Taco vagn og veislusnittur. Einnig er hægt að koma með eigin veitingar.
Áfengi og aðra drykki er hægt að kaupa fyrirfram í ákveðnu magni eða hafa opinn bar. Erum með 5-10 tegundir af bjór á krana og því hægt að smakka margar tegundir allt kvöldið!
Í Ægisgarði er einnig boðið upp á bjórsmakk, Ægisleika og pubquiz fyrir hópa.