Ættarmót og viðburðir Hjarðarbóli

Fallegt tjaldstæði, gisting, stórt veislutjald og veislusalir

Aðstaða fyrir 56 manns í gistingu
Tveir veislu- og fundarsalir
Glæsilegt veislutjald fyrir 100 manns til borðs
Tjaldstæði og aðstaða fyrir fellihýsi og húsbíla
Veitingar fyrir veislur og fundi
Grillveislur
Áhersla á heimaræktað hráefni og hráefni úr héraði
Fallegt og friðsælt umhverfi


Nánari upplýsingar
Ef þú þarft góða aðstöðu fyrir ættarmót eða aðra viðburði þar sem bæði er boðið uppá tjaldstæði og gistingu sem og veislusal og stórt veislutjald þá er Hjarðarból góður kostur.

Hjarðarból er staðsett milli Hveragerði og Selfoss í um 45 mín. fjarlægð frá Reykjavík.

Á Hjarðarbóli er gisting fyrir um 56 manns, 8 tveggja manna herbergi með baði, 4 fjögramanna herbergi, auk 2ja fjölskylduherbergja sem rúma 4-6.

Til viðbótar er Gamli bærinn með gistirými fyrir allt að 18 manns í 7 uppábúnum rúmum. Mörg herbergin eru með sérinngangi eða í aðskildum húsum sem gefa kost á meira næði og að smærri hópar séu útaf fyrir sig.

Gott tjalstæði er við bæinn sem og aðstaða fyrir tjaldvagna eða húsbíla og verið er að útbúa notalega heita potta.

Fullbúið eldhús þar sem boðið er uppá grillveislur og hlaðborð eftir óskum og mikið lagt uppúr að vera með heimaræktað grænmeti og gómsætar heimagerðar afurðir og hráefni sótt í nánasta umhverfi.


Ættarmót og viðburðir Hjarðarbóli
[Gata] [póstnr] Ölfusi
Sími: Birta símanúmer
[veffang]

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort
Teikningar
Hringmynd

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar