Harpa Háaloft

Bjartur og glæsilegur salur á 8. hæð Hörpu

80 manns við borð
Allt að 100 manns í standandi veislum
200m² salur á efstu hæð Hörpu
Færanlegt svið, bar og veitingaþjónusta
Sýningartjald, skjávarpi og hljóðkerfi
Niðurdraganlegar gardínur til vesturs
Stórkostlegt útsýni til vesturs, norðurs og austurs


Nánari upplýsingar
Háaloft er glæsilegur salur á 8. hæð Hörpu. Hann býður upp á stórkostlegt útsýni yfir vesturborgina, höfnina, Faxaflóann og fjallahringinn.

Salurinn er 200m²  og tekur mest 100 manns – standandi eða sitjandi.  Fjöldi 8 manna borða geta verið á bilinu 8-10 eftir því hvort það er uppsett svið eða ekki.

Aðgengi að salnum er með lyftu frá starfsmannagangi á 1. hæð eða í gegnum Björtuloft. Salurinn hentar einnig vel sem stækkun á Björtuloftum.
 
Í salnum eru hátalarar og tengibúnaður fyrir talað mál og létta tónlist. Hægt að bæta við hljóðkerfið og tengja eftir þörfum. Hljóðvist er góð í rýminu sjálfu en hljóð berst milli hæða út við glerhjúpinn. Stórt sýningartjald er í vesturenda ásamt skjávarpa.
 
Salurinn hentar vel fyrir hanastél, fundi eða hvers kyns móttökur.


Harpa Háaloft
Austurbakki 2 101 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer
www.harpa.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Larger Map

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar