Fundir og námskeið

Falegt og rólegt umhverfi fyrir veislur, fundi og námskeið - leigist án veitingar

Fallegur salur sem leigist út án veitinga
Tekur 110 manns í sæti
Fallegt og friðsælt umhverfi
Tilvalin fyrir námskeið og fundi
Borðbúnaður og dúkar innfalið í leigu
Hljóðkerfi fyrir tala og tónlist
Skjávarpi
Möguleiki á gistingu á staðnum
Ath! á sumrin er salurinn ekki leigður til veisluhalds


Nánari upplýsingar
Veislusalur Hraunbúa býður upp á spennandi möguleika fyrir minni sem stærri hópa. Fallegt og rólegt umhverfi býður upp á góð tækifæri. 

Salurinn tekur um 110 manns í sæti og er tilvalinn fyrir ýmis tilefni s.s. útskriftir, fermingar, skírnarveislur, ráðstefnur, fundi námskeið, kennslu og fleira.

Salurinn er fallegur, með rúmgóðu anddyri og flottri eldhúsaðstöðu. Aðgengi er gott og bjóðum við upp á fallegan borðbúnað ef þess er óskað.  Salurinn leigist út án veitinga og er aldrei leigður út lengur en til miðnættis. 

Salurinn er leigður út með starfsmanni allan tímann. Starfsmaðurinn er á staðnum til að aðstoða,  m.a. við uppröðun og skreytingar, sinnir eldhúsi, hellir uppá kaffi og sér m.a. um öll þrif og uppvask, en þjónar ekki til borðs.

Gert er ráð fyrir tveim starfsmönnum ef gestafjöldi fer yfir 60 manns.  Salurinn er jafnan afhentur samdægurs. 

Athugið!  Á sumrin er salurinn ekki leigður út til veisluhalda frá 1. júní til 15. september ár hvert. 

Fundir og námskeið
Hjallabraut 51 220 Hafnarfjörður
Sími: Birta símanúmer
[veffang]

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort

View Veislusalur Hraunbúa á www.salir.is in a larger map

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar