Snekkja til leigu

Kórónaðu tilefnið með glæsibrag um borð í snekkju

Móttökur og kokkteilpartí
Fundir og kynningar
Smærri veislur
Einkasamkvæmi
Sigling
Veisla við Reykjavíkurhöfn
Kvöldsigling
Hópefli


Nánari upplýsingar
Ljúf sigling um sundin blá um borð í einni af glæsilegustu snekkju landsins.

Snekkjan sem tekur 35 gesti er búin góðu hljóðkerfi fyrir tal og tónlist, leðursófum, eldhúsi og 2-3 lúxus káetum. Einnig er hægt að tjalda yfir dekkið og hafa þar langborð og stóla.

Kvöldsigling út á Sundin og um eyjarnar
Þá er boðið uppá fordrykk við bryggju meðan gestir eru að ganga um borð og síðan siglt um Sundin og eyjarnar við ljúfa tónlist og í einstöku umhverfi.

Eftir að snekkjan legst aftur að bryggju geta gestir notið þess að dvelja um stund um borð og notið lífsins við Gömlu höfnina í Reykjavík.

Einnig getum við sérsniðið ferðirnar að þínum þörfum og boðið uppá veitingar og þjónustu eftir þínum óskum.

Hópefli með glæsibrag

Tilvalið fyrir þá sem eru að koma af fundi eða ætla að fara út að borða að fara í þægilega siglingu um sundin með fordrykk og léttum veitingu til að þétta hópinn með glæsibrag.

Verðið fyrir að leigja snekkjuna í siglingu er kr. 150.000 fyrir klukkutímann. Ef það er meira en ein klukkustund þá gerum við ykkur gott tilboð.

- Fyrir klukkustundar siglingu með 25 manns gerir það 5800 kr. á manninn.

Snekkja til leigu
Gamla höfnin 101 Reykjavík
Sími: Birta símanúmer
www.siglingar.is

Vinsamlega látið vita að upplýsingarnar koma frá á salir.is þegar haft er samband.

Kort
Teikningar
Hringmynd

Fyrirspurn um þessa þjónustu

Hér getur þú spurst fyrir um bókanir, verð og nánari upplýsingar